Brynja segist ánægð með flutninginn til landsins. „Mér fannst áður eins og öll tæki­færin væru er­lendis en svo er ég heima núna og sé að það er ó­trú­lega margt í gangi hér,“ segir hún.

Brynja hefur fengið mikla spilun síðustu vikur með lagi sem hún gaf út með hollenska pródúsernum Marra. Aðspurð um aðdraganda samstarfsins segir hún:
„Ég gaf út lagið Easy í apríl. Kynningar­full­trúinn minn benti mér á að efnið væri kannski ekki nógu út­varpsvænt til að fá mikla spilun, og ég á­kvað því að slá til og halda remix-keppni,“ segir Brynja.

En hvenig heldur maður remix-keppni?
„Ég þekki pródú­ser í Hollandi sem er með rosa­lega mikið fylgi og ­sam­fé­lag á bak við sig. Hann er með hóp af pródú­serum inni á síðu sem heitir Discord. Ég fékk að­gang í grúppuna og pó­staði þessu og sagði þeim að mark­miðið væri að gera að­eins hressari út­gáfu af þessu lagi. Þá fékk ég þrjár út­gáfur sem mér fannst allar góðar, þannig að ég gat ekki á­kveðið hver var sigur­vegarinn!“
Brynja brá þá á það ráð að gefa út þriggja laga EP plötu og gefa út öll remixin. Pródú­serarnir sem hún vann með heita LUVR, Fox Socie­ty og Marra. En það er ein­mitt með hinum síðast­nefnda sem hún hefur slegið í gegn í út­varpi hér­lendis, með laginu „Easi­er.“

Marra hafði síðan sam­band við mig og sagði mér að það væri plötu­fyrir­tæki sem hefði á­huga á að gefa lagið út. Fyrir­tækið heitir Loud Memories og er hollenskt. Ég sló til og er ó­trú­lega á­nægð með það.“
„Það er virkilega gaman að fá svona margar spilanir, en þetta er komið upp í 100.000 streymi á Spoti­fy.“


Brynja sendir frá sér nýtt lag í dag, í sam­starfi við pródú­serinn LUVR. Þið getið hlustað hér: