Brynja Dan Gunnarsdóttir oddviti Framsóknarflokksins í Garðabæ og eigandi Extraloppunnar og Jóhann Svein­björns­son nutu lífsins í sólinni á Tenerife síðastliðna daga.

Af myndum að dæma voru þau á afar huggulegu hóteli með stórbrotnu sjávarútsýni og stórum hvítum sólbekkjum.

Parið opinberaði samband sitt fyrir nokkrum mánuðum þegar þau fóru til Barcelona saman og virðast þau afar ástfangin.