Bryn­dís Halla Gylfa­dóttir, selló­leikari í Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og lík­lega einn þekktasti selló­leikari landsins fékk sér svo­kallað „slee­ve“ húð­flúr á selló höndina í dag. Hún var leiðari í Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands í rúm 25 ár og spilar enn með Sin­fóníunni.

„Ég fékk mér húð­flúr fyrir nokkrum mánuðum en ég stækkaði það svo­lítið núna,“ segir Bryn­dís Halla hlæjandi og bætir við að hún hefði eigin­lega aldrei trúað því að hún myndi fá sér húð­flúr.

„Börnin voru byrjuð að fá sér og ég var alltaf „æi krakkar mínir þetta er nú eitt­hvað ó­aftur­kræft og bölvuð vit­leysa. Hvernig verðið þið síðan á elli­heimilinu? Bara með tattú,““ segir Bryn­dís.

„Síðan smátt og smátt áttaði ég mig á því að lík­lega verða allir á elli­heimilinu með tattú,“ segir hún og hlær að nýju.

Bryndís Halla hefur um árabil verið einn fremsti sellóleikari Íslands.

„Þetta er mikil­vægur hand­leggur hjá mér“

Bryndís Halla segist hafa upp­götvað fegurðina í fal­legum húð­flúrum í gegnum börnin sín en Kolfinna dóttir hennar keypti sér nýlega vél og er byrjuð að flúra sjálf.

Húð­flúr­lista­konan Alli­e Doersch sá um að flúra Bryn­dísi Höllu og er hún afar á­nægð með húð­flúrið sitt.

„Þegar ég fór frá henni í dag þá sagði ég við hana að ég er ansi hrædd við að verða svona fíkill. Ég var strax farin að hugsa ég vil fá hérna, hérna og hérna,“ segir Bryn­dís og bætir við að staðsetningin á húðflúrinu hafi ekki verið nein tilviljun.

„Ég setti þetta á vinstri hand­legginn á mér. Mig langaði að hafa þetta þar sem ég sæi til. Þetta er svona selló hendin. Þetta er mikil­vægur hand­leggur hjá mér,“ segir hún.

Meðlimir Sinfóníunnar hissa á fyrsta flúrinu

Húðflúrið sem er á hendinni á Bryndísi er byggt á Art Nou­veau formum og segir Bryn­dís það ekki þýða neitt sér­stakt. Þetta var vin­sælt list­from um alda­mótin 1900 og mér hefur alltaf fundist þetta svo fal­legt form. Þetta er eitt­hvað sem ég og maðurinn minn höfum mikinn smekk fyrir,“ segir Bryn­dís Halla.

Spurð um hvort það séu margir í Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands með húð­flúr segir hún svo ekki vera.

„Það eru ekki margir nei, ein­mitt þegar ég kom með fyrsta flúrið fyrir nokkrum mánuðum voru allir bara frekar hissa en það er einn, Roland Hart fiðlu­leikari, hann er alla­vega með slatta,“ segir hún að lokum.

Bryndís rétt eftir hún fór frá húðflúrlistamanninum.
Ljósmynd/aðsend