Lífið

Brunuðu í burtu á mótorhjóli

Leikkonan Denise Richards gekk í hjónaband um helgina. Hún var áður gift vandræðapésanum Charlie Sheen.

Leikkonan Denise Richards giftist unnusta sínum leikaranum Aaron Phypers núna á laugardaginn. Parið brunaði inní brúðkaupsnóttina á forláta mótorhjóli. Fréttablaðið/Instagram

Bandaríska leikkonan Denise Richards gekk að eiga unnusta sinn og samstarfsmann Aaron Phypres nú helgina. Parið setti upp hringana í byrjun ágúst en þau hafa verið saman frá því í desember á síðasta ári. Athöfnin fór fram í Malibu í Kaliforníu og var einungis nánum vinum og vandamönnum boðið til hennar.

Að veislunni lokinni brunuðu brúðhjónin í burtu á forláta mótorhjóli, bæði skælbrosandi og sæl.

Nýgift og alsæl. Þau fara bæði með hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum The real houswifes of Beverly Hills. Fréttablaðið/Instagram

Aðdáendur sjónvarpsþáttanna The real houswifes of Beverly Hills ættu að kannast við nýbakaðan eiginmann Denise þaðan en þau fara bæði með hlutverk í þáttunum. Húsmæður virðast eiga upp á pallborðið hjá Aaron en hann var þar til nýlega kvæntur leikkonunni Nicollette Sheridan sem fór á sínum tíma með hlutverk hinnar vergjörnu Edie Britt í sjónvarpsþáttunum vinsælu Desperate Housewifes.

Leikkonan Denise Richards ásamt dætrum sínum. Tvær eldri Sam 14 ára og Lola 13 ára á hún með Chalie Sheen fyrrverandi eiginmanni sínum en þá yngstu Eloise ættleiddi hún sjálf stuttu eftir skilnaðinn. Fréttablaðið/Getty

Denise Richards var áður gift vandraæðapésanum Charlie Sheen en þau eiga tvær dætur saman sem eru nú á táningsaldri en auk þess á Denise unga dóttur sem hún ættleiddi eftir skilnaðinn frá Charlie. Honum var boðið til brúðkaupsins en heimildir herma að hann hafi ekki látið sjá sig.

Leikarinn Charlie Sheen og Denise Richards voru gfit frá árunum 2002 - 2006. Eiturlyfjaneysla hans og stöðugt partýstand varð til þess að Denise gafst upp.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Greiða 2,7 milljónir í leigu á mánuði

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Auglýsing

Nýjast

Margt er gott að glíma við

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Auglýsing