Umboðsmaður Bruce Willis hefur þvertekið fyrir að leikarinn hafi selt fyrirtæki réttinn á andliti sínu.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC en margir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að Bruce Willi hefði náð samkomulagi við Rússneska fyrirtækið Deepcake sem sér um framleiða svokallaðar djúpfalsanir eða „Deepfake“ þar sem hægt er að græða andlit fólks á aðra með tölvu.

Talið var að Willis hefði náð þessu samkomulagi þar sem fjölskylda hans greindi fyrr á þessu ári frá því að hann hefði greinst með málstol sem orsakað væri af skemmdum í heilastöðvum hans.

Hann myndi því ekki getað stundað leiklist sína lengur en tilkynning um að hann væri hættur að leika barst í mars á þessu ár. Því þótti líklegt að samningurinn myndi gera honum kleift að nota andlit sitt áfram í bíómyndum og auglýsingum.

Það sem hefur þó reynst rétt í málinu er að fyrirtækið Deepcake bjó til auglýsingu fyrir Rússneska fyrirtækið Megafon og notað til þess áðurnefnda tækni til að færa andlit Bruce Willis á Rússneskan leikara. Hægt er að sjá myndband af gerð auglýsingarinnar hér fyrir neðan.

Fyrirtækið hafi starfað að auglýsingunni í samstarfi við Willis og fengið leyfi fyrir notkun á andliti hans.

Deepcake birti tilvitnun í Willis á heimasíðu sinni þar sem hann segir: „Mér líkaði hversu nákvæm eftirmyndin var, þetta gerði mér kleift að fara aftur í tímann. Forritið var þjálfað með myndum úr kvikmyndum eins og Fifth Element og Die Hard svo það sem þú sérð líkist mér á þeim tíma,“ sagði í yfirlýsingunni sem Deepcake birti en ekki hefur fengist staðfest hvort um raunverulega tilvitnun sé að ræða.

Umboðsmaður Willis sagði það þó af og frá að leikarinn hefði gert samning við fyrirtækið.