Ó­prúttnir aðilar brutust inn í bif­reið Dor­rit Moussa­i­eff, fyrr­verandi for­seta­frúar Ís­lands, í Lundúnum í gær­kvöldi. Dor­rit greinir sjálf frá þessu á Insta­gram.

Svo virðist sem þjófarnir brutu rúðu bílsins bílstjóramegin og látið greipar sópa um bifreið hennar. Dorrit virðist þó taka þessu með ró, sam­kvæmt færslunni þar sem hún segir að þjófarnir hafa skilið eftir það verð­mætasta í bílnum.

„Glæpir í Lundúnum eru stjórn­lausir,“ skrifar Dor­rit sem reynir síðan að merkja Mayfair Hótelið í London. „Verð­mætasti hluturinn, ís­lenska vatnið, var þó skilið eftir,“ skrifar hún og birtir mynd af framsætum bílsins sem eru þakin glerbrotum.

Þjófarnir voru ekki hrifnir af Icelandic Glacier vatnsflöskunni.
Ljósmynd/Instagram skjáskot