„Nú reynir á mátt Face­book. Lík­legast meira en nokkru sinni fyrr,“ segir Stein­þór Helgi Arn­steins­son at­hafnar­maður á Face­book síðu sinni. „Ég þarf nefni­lega að komast akút til tann­læknis að laga fyllingu í fram­tönninni minni sem var að detta út,“ segir hann og bætir við að það þurfi að gerast strax því hann sé að fara að gifta sig í næstu viku.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Stein­þór að málinu hafi verið reddað, hann sé á leiðinni til tann­læknis í kvöld og því verði hann ekki tann­laus í brúð­kaupinu sínu.

Steinþór og Glódís, fimleikakona giftu sig í fyrrasumar en ætla að halda brúðkaupið formlega í næstu viku.

„Það var einn vinur minn sem átti tíma til tann­læknis og var til­búinn að fórna sínum tíma til þess að gefa mér hann,“ sagði Stein­þór.

„Það voru allir voða lið­legir, ég pó­staði þessu og eftir svona fimm mínútur voru svona tíu manns búnir að senda mér skila­boð,“ bætti hann við.

Við Face­book færsluna birtir Stein­þór mynd af Lloyd Christ­mas úr myndinni Dumb & Dumber.

„Myndin sem fylgir með er lýsandi, því hún sýnir nokkurn veginn hvernig ég lít út akkúrat núna, auk þess sem hún lýsir mér einnig and­lega því ég var svo heimskur að klúðra tíma hjá tann­lækni sem ég var búinn að panta,“ segir Stein­þór.

„En ég meina, mér til varnar, hvernig á maður eigin­lega að vita hvaða dagur er þegar maður er að deyja úr brúp­kaups­undir­búnings­stressi, ný­kominn úr sumar­fríi og verslunar­manna­helgin ný­búin!? Dagurinn í dag gæti allt eins verið mánu­dagur í júní fyrir mér...“

Sjá má færslu Steinþórs hér að neðan: