Mikil ánægjan var með aðsókina og ljóst að hlaupið nýtur mikilla vinsælda meðal fjölskyldufólks. „Ég alveg í skýjunum, þetta tókst svo vel. Við erum drullukát og allir fóru brosandi heim,‟ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) um Drulluhlaup Krónunnar sem haldið var í Mosfellsbæ í dag.

Þetta var í fyrsta skipti sem hlaupið er haldið hér á landi en það er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og í tilefni af 100 ára afmæli UMSK. Umsjón og vinna var með höndum frjálsíþróttadeildar Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ.

Drulluhlauð 15.JPG

Um 500 manns tók þátt í hlaupinu og að miklu leyti fjölskyldur sem sprettu saman úr spori. Börn allt niður í átta ára gátu tekið þátt en þurftu mörg aðstoð foreldra og fullorðinna aðstandenda til að komast yfir allar hindranirnar sem voru á leiðinni. Leiðin var 3,5 kílómetrar í fallegu umhverfi Varmárlaugar og var búið að setja þar upp klifurveggi, grafa drullupytti og forarsvöð og þar á meðal 20 metra snarbratta rennibraut sem búin er til úr hluta af uppblásna íþróttahúsi Hamars í Hveragerði.

Hér má sjá svipmyndir úr Drulluhlaupinu þar sem allir eru skælbrosandi og drulluskítug en myndir koma frá UMFÍ.

Drulluhlaup 2.jpg

Drulluhlaup 3.jpg

Drulluhlaup 5.jpg

Drulluhlaup 6.jpg

Drulluhlaup 7.jpg

Drulluhlaup 9.JPG

Drulluhlaup 10.jpg

Drulluhlaup 11.JPG

Drulluhlaup 13.JPG