Hjónin Brooklyn Beckham og Nicola Peltz-Beckham eru yfir sig ástfangin og segjast enn vera að upplifa hveitibrauðsdagana.

Nicola er leikkona og dóttir auðjöfursins Nelson Peltz og fyrirsætunnar Claudiu Heffner-Peltz. Hún er þekkt fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Transformers: Ages of extinction og þáttunum Bates Motel.

Febrúar 2020: Brooklyn og Nicola mættu saman á Fashion Week í París, áður en faraldurinn setti allt á hausinn.
Fréttablaðið/Getty images
Claudia Heffner og Nelson Peltz, foreldrar Nicola. Þau eiga hluti í Cadbury, Tiffany & Co, Heinz svo fátt eitt sé nefnt.

Brooklyn er elsti sonur kryddpíunnar Victoriu Beckham og fyrrverandi knattspyrnukappans David Beckham og hefur verið að reyna fyrir sér sem kokkur.

David Beckham og Victoria Beckham, foreldrar Brooklyn.
GettyImages

Nicola var nýlega í viðtali hjá tímaritinu Tatler þar sem hún ræddi um samband þeirra hjónanna en þau giftu sig í apríl síðastliðnum á Palm Beach í Flórída þar sem fjölskylda Peltz á risa höll við ströndina.

Heimili Peltz fjölskyldunnar í Flórdía þar sem Brooklyn og Nicola giftu sig.

Brooklyn flutti með Nicolu inn á heimili tengdaforeldra sinna í kórónaveirufaraldrinum en í dag búa þau saman í Los Angeles. Þau eiga sömuleiðis íbúð í Miami.

Aðspurð hvort hún vilji flytja til London svaraði Nicola neitandi, hún kunni vel við sig í Bandaríkjunum.