Lífið

Brögð í tafli þegar Timberla­ke mætti mál­laus til Fall­on

Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel voru nú á dögunum í skemmtilegum leik með spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon.

Jessica Biel gekk út þegar hún uppgötvaði brögðin. Fréttablaðið/Skjáskot

Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel voru nú á dögunum í skemmtilegum leik með spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon. Kepptust þau Jessica og Jimmy um það hver þekkti Timberlake betur. Var Timberlake mállaus allt viðtalið en hann er að hvíla raddböndin um þessar mundir. 

Fór leikurinn þannig fram að Timberlake skrifaði niður spurningar um líf sitt og áttu þau hin að svara. Keppnin varð gríðarlega jöfn en undir lokin svaraði Fallon spurningunni um hvaða tölu Timberlake væri að hugsa um á milli 1 og 5000 rétt. 

Því var ljóst að brögð voru í tafli og gekk Biel hreinlega út í þessu stórskemmtilega innslagi sem má sjá hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Heimilið

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Auglýsing

Nýjast

Hildur Yeoman í Hong Kong

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Komnar með bakteríuna

Auglýsing