Hálfbróðir Eltons John er ekki hrifinn af því hvernig söngvarinn „skrímslavæðir” föður þeirra í nýrri ævisögu Eltons, Me.

Elton segir í bókinni að hann hafi verið hræddur við pabba þeirra, Stanley Dwight.

„Ég man aldrei eftir því að hann hafi komið að sjá mig spila á tónleikum eða að hann hafi rætt við mig um tónlist. Það sem ég var að fást við hafði hann greinilega ekki áhuga á,” segir í bók Eltons.

Geoff segist hins vegar ekki skilja hvað Elton á við með þessu. „Við fórum öll að sjá hann spila í Liverpool. Það voru tónleikar, pabbi var þarna. Ég hef verið um fimm ára gamall," segir Geoff.

Bróðir Eltons segir hann neita að taka ábyrgð á eigin lífi.

„Annað hvort hefur hann [Elton] tapað minninu og heldur í alvöru að pabbi hafi ekki séð hann spila eða kannski vill hann bara trúa því.”

Geoff, sem er smiður, telur að þetta allt megi rekja til þess að Elton neiti að taka ábyrgð á eigin lífi.