Elsti bróðir söng­konunnar Brit­n­ey Spears, Bry­an Spears, ræddi um að­stæður systur sinnar í hlað­varps­þættinum As Not Seen on TV í gær. Bry­an lýsti því yfir að systir hans hafi alltaf viljað losnað undan samningnum sem var settur í gildi þegar hún var svipt sjálf­ræði, vegna þess að hann tak­marki frelsi hennar.

Árið 2008 var Brit­n­ey svipt sjálf­ræði og hafa Jamie Spears, faðir Brit­n­ey, og lög­fræðingurinn Andrew Wal­let verið lög­ráða­menn hennar síðan.

Pirrandi líferni

„Það er mjög pirrandi að þurfa að lúta því. Hvort sem ein­hver leggi það á þig í góðu eða ekki, að ein­hver sé alltaf að segja þér hvað þú átt að gera hlýtur að vera pirrandi,“ sagði Bry­an.

Hann bætti við að hann vissi að fólki grunaði að hún væri í haldi gegn vilja sínum. Hreyfingin Frelsum Brit­n­ey hefur farið vaxandi á síðustu vikum og hafa að­dá­endur söng­konunnar reynt að vekja at­hygli á því að Brit­n­ey væri fangi föður síns og lög­manns. Hreyf­ing­in hef­ur meðal annars biðlað til Hvíta húss­ins að veita henni sjálf­ræði á ný og hafa nú þegar yfir 130 þúsund manns skrifað und­ir á­skor­un­ina.

Aðdáendur söngkonunar söfnuðust saman og mótmæltu frelsissviptingunni.
Fréttablaðið/Getty

Frá­bært fyrir fjöl­skylduna

Að mati Bry­an er sjálf­ræðis­sviptingin hins vegar af hinu góða. „Þetta hefur verið frá­bært fyrir fjöl­skylduna,“ sagði Bry­an um málið.

„Við komum öll saman og allir voru sam­mála þessu.“ Ein­hverjir hafi þrætt um réttu leiðina. „En á endanum held ég að við höfum valið rétta kostinn.“

Faðirinn fært fórnir

Bry­an sagði föður sinn hafa fært mikla fórn fyrir að taka að sér hlut­verk for­ráða­manns. „Hann gerir al­mennt það besta sem hann getur miðað við stöðuna sem hann er í.“

Þá sagði hann að ef Brit­n­ey fengi sjálf­ræði á ný myndi það hafa al­var­leg á­hrif á líf hennar. „Hún hefur verið um­kring teymi af fólki síðan hún var 15 ára.“ Hún hafi því aldrei þurft að bóka borð, keyra eða fram­kvæma hvers­dags­lega hluti. „Það yrði stór breyting.“