Stórstjarnan Britney Spears þakkar aðdáendum sínum fyrir að hafa losnað undan forræði föður síns nú á dögunum.

Faðir hennar, James Spears, sóttist eftir forræði yfir dóttur sinni fyrir þrettán árum og bar undir að hún ætti við fíkniefna- og geðræna vanda að stríða.

Hann varð forráðamaður hennar árið 2008 og hafði Britney ekki rætt málið mikið opinberlega en í sumar rauf hún þögnina og sagðist vilja frelsi undan föður sínum.

Britney birti færslu á Instagram reikningi sínum þar sem hún þakkar dyggum aðdáendum fyrir hjálpina. Hún segist orðlaus og að þökk sé þeim og #FreeBritney hreyfingunni hafi hún loksins losnað við forræði föður síns. Þá hafi hún grátið í tvær klukkustundir úr þakklæti.

Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hvort söngkonan fái sjálfræðið sitt á ný en það kemur í ljós innan skamms. Britney segir sig á réttri leið í þá átt.