Svo virðist sem banda­ríska söng­konan Brit­n­ey Spears sé trú­lofuð. Hún birti fyrir skömmu mynd­band af sér með for­láta trú­lofunar­hring á Insta­gram. Þar er með henni unnusti hennar, Sam Asghari.

Þau hafa lengi viljað ganga í hnapp­helduna en það reynst erfitt vegna laga­vand­ræða hennar. Faðir Spears, Jamie, er lög­ráða­maður hennar.