Í tilefni af 39 ára afmæli poppgyðjunnar Britney Spears ákvað plötufyrirtækið RCA Records að gefa út glænýtt lag með söngkonunni. Lagið heitir Swimming in the Stars, eða Sundsprettur í stjörnunum.

Söngkonan eyddi afmælinu á Hawaii ásamt kærasta sínum Sam Asghari, en þar hefur hún dvalið síðustu tvær vikurnar. Parið virðist skemmta sér vel á eyjunni og birti Britney myndir af sér og Sam borsandi út að eyrum á afmælisdaginn á Instagram.

Þrátt fyrir gleðidaga á Hawaii má þó búast við því að nýlegar fregnir í lífi stjörnunnar skyggi á hamingjuna. Ekki er ýkja langt síðan Britney óskaði eftir því að faðir hennar fengi ekki lengur að vera forráðamaður hennar. Dómari neitaði beiðni söngkonunnar þrátt fyrir að lögmaður Britney hafi sagt hana hræðast föður sinn.