Tónlistarkonan Britney Spears hefur lokað Instagram reikningi sínum sem veldur aðdáendum hennar miklum áhyggjum miðað við færslur á Twitter.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti en hún lokaði reikningum einnig í fyrra og setti í kjölfarið færslu á Twitter að það væri í lagi með hana. Britney hefur ekkert látið vita af sér í þetta skipti.

Fjölskyldan hennar og aðdáendur hafa haft áhyggjur af henni upp á síðkastið meðal annars vegna óviðeigandi myndbirtinga á samfélagsmiðlum sem leiddi til þess að synir hennar vildu ekki hitta hana.

Söng­konan hefur mikið verið á milli tanna fólks síðastliðin ár vegna sjálf­ræðis­deilunnar við föður sinn en hún höfðaði mála­ferli gegn honum til að öðlast aftur sjálf­ræði eftir að hafa hvorki haft stjórn yfir sínum fjár­munum né sínu per­sónu­lega lífi í 13 ár. Það mál sigraði hún og öðlaðist sjálfræði aftur í nóvember á síðasta ári.