Dóm­ar­i í Los Angel­es í Band­a­ríkj­un­um hef­ur synj­að beiðn­i söng­kon­unn­ar Brit­n­ey Spe­ars um að fjar­lægj­a Jam­i­e föð­ur henn­ar sem lög­ráð­a­mann sinn. Lög­fræð­ing­ar Spe­ars lögð­u beiðn­in­a fram í nóv­emb­er, með­al ann­ars með þeim rök­semd­um að stjarn­an væri „hrædd við föð­ur sinn“ og vild­i losn­a við hann en hann hef­ur ver­ið lög­ráð­a­mað­ur henn­ar síð­an 2008.

Þess­i nið­ur­stað­a er ekki svar við vitn­is­burð­i Spe­ars fyr­ir dómi í síð­ust­u viku, þar sem hún flutt­i 23 mín­útn­a ræðu þar sem hún sagð­i að henn­i hefð­u ver­ið gef­in lyf, neydd til að troð­a upp gegn vilj­a sín­um og ekki leyft að eign­ast börn. „Ég vil bara fá líf­ið mitt til baka,“ sagð­i hún við það tæk­i­fær­i.

Spe­ars hef­ur ekki lagt fram form­leg­a beiðn­i um að rift­a sam­band­in­u við föð­ur sinn eft­ir vitn­is­burð henn­ar. Dóm­ur­inn nú varð­ar beiðn­i sem lögð var fram í nóv­emb­er þar sem hún fór fram á að fyr­ir­tæk­ið Bess­em­ber Trust feng­i eitt að gegn­a hlut­verk­i til­sjón­ar­manns henn­ar. Þett­a gat dóm­ar­inn Brend­a Penn­y ekki sam­þykkt.

Lög­menn Jam­i­e hafa far­ið fram á að á­sak­an­ir Brit­n­ey um illa með­ferð verð­i rann­sak­að­ar af dómn­um.