Tón­listar­konan Brit­n­ey Spears lýsir því á Insta­gram-síðu sinni hvernig hún læsti sig ó­vart inn á baði um miðja nótt. Hún hafði á­kveðið að fara í bað og bera á sig nýtt krem klukkan tvö um nóttina.

Hún leitaði í fimm­tán mínútur að and­lits­hreinsi án árangurs og þegar hún ætlaði að yfir­gefa bað­her­bergið komst hún að því að hurðin var föst. Kærasti hennar svaf sem steinn og vaknaði ekki við köll frá henni.

Þegar hún var búin að kalla fjórum sinnum kemur kærastinn loks og reynir að hjálpa henni. Það gekk þó ekki og Brit­n­ey á­kveður þá að hringja á öryggis­verði.

Hún beið fimm­tán mínútur eftir svari, síðan tíu mínútur í við­bót. Hún reyndi að fá hurðina til að opnast með að stara á hana. Að lokum komu verðirnir og þá var henni tjáð að það tæki tíu mínútur í við­bót að opna hurðina.

Brit­n­ey var orðin dösuð og skellti í sér gömlu kaffi sem hún hafði skilið eftir inn á baði um morguninn. Þá varð hún hressari og stuttu síðar tókst þeim að opna hurðina.

Margir af fylgj­endum hennar virðast halda að þessi saga sé mynd­líking fyrir bar­áttu hennar til að endur­heimta frelsi sitt frá pabba sínum sem hefur verið lögráðamaður hennar um áraskeið.