Söngkonan og poppdívan Britney Spears er komin aftur á Instagram eftir nokkura daga hlé. Hún tók sér pásu frá miðlinum eftir að hún tilkynnti um trúlofun hennar og Sam Asghari í síðustu viku.

Hún kom aftur á Instagram í gær og segir að hún hafi ekki getað haldið sig fjarri miðlinum og birtir nokkrar myndir frá síðustu helgi þegar hún fagnaði trúlofuninni.