Brit­n­ey Spears kemur fyrir dóm í dag og á­varpar dómara varðandi sjálf­ræðis­deiluna við föður hennar, Jamie P. Spears, sem hefur verið fjár­halds­maður hennar frá árinu 2008 og fór einnig með for­ræði yfir henni um tíma. Þetta verður í fyrsta skipti í 13 ár sem Brit­n­ey, sem nú er 39 ára gömul, tjáir sig opin­ber­lega um sjálf­ræðis­deiluna að því gefnu að dómarinn, Brenda Penny, muni ekki taka þá á­kvörðun að hafa réttar­höldin lokuð.

Réttar­höldunum er beðið með mikilli eftir­væntingu af að­dá­endum söng­konunnar og með­limum #FreeBrit­n­ey hreyfingarinnar sem telja að Brit­n­ey sé beitt of­ríki af föður sínum sem stjórni lífi hennar niður í smæstu smá­at­riði. Búist er við marg­menni fyrir utan dóms­húsið í Los Angeles.

Dóm­kvaddur lög­maður Brit­n­ey, Samuel Ing­ham III, fór fram á réttar­höldin í nafni skjól­stæðings síns en gaf ekki til kynna hvað Brit­n­ey hyggst segja. Búist er við því að hún muni á­varpa réttinn í gegnum fjar­fundar­búnað.

Hefur sóst eftir sjálf­ræði um árabil

Jamie P. Spears og aðrir sem farið hafa með for­ræði yfir Brit­n­ey hafa alltaf haldið því fram að for­ræðis­sviptingin hafi verið nauð­syn­leg til að vernda Brit­n­ey vegna erfið­leika sem hún upp­lifði í per­sónu­legu lífi sínu í kringum árið 2007. Þá hefur lög­maður föður hennar haldið því fram að Brit­n­ey hafi alla tíð verið frjálst að taka aftur við for­ræði yfir lífi sínu og fjár­málum kjósi hún svo. Það hafi verið hennar val að lifa lífi sínu fjarri sviðs­ljósinu í ró og næði.

Leyni­leg dóms­skjöl sem New York Times hafa undir höndum segja þó aðra sögu en sam­kvæmt þeim hefur Brit­n­ey sóst eftir auknu sjálf­ræði um ára­bil og hvatt dóm­stóla til að breyta því hver fari með for­ræði og fjár­hald yfir henni.

Í lokuðum réttar­höldum árið 2014 sóttist Brit­n­ey eftir því að faðir hennar yrði fjar­lægður sem for­ráða­maður meðal annars vegna drykkju­skapar hans. Í fyrra tjáði Ing­ham, lög­maður hennar, dómaranum að hún óttist föður sinn sem að hennar sögn stýrir dag­legu lífi söng­konunnar mun meira en nú­verandi for­ræðis­menn hennar vilja meina. Hann láti hana til að mynda gangast undir reglu­leg vímu­efna­próf, stjórni því með hverjum hún sé í sam­bandi og jafn­vel því hvernig hún máli inn­réttingarnar á heimili sínu.

Í ágúst 2019 var Jamie P. Spears fjar­lægður sem for­ráða­maður yfir dóttur sinni en hann fer enn þá með fjár­hald yfir eignum hennar sem talið er að nemi allt að 60 milljónum Banda­ríkja­dala. Þetta gerðist í kjöl­far meintra á­taka á milli Spears og 13 ára dóttur­sonar hans en faðir drengsins, Ke­ven Federline, fékk síðar sam­þykkt nálgunar­bann á Spears gagn­vart börnum hans og Brit­n­ey.

Er á um­breytingar­skeiði

Í mynd­bandi sem Brit­n­ey birti á Insta­gram í síðustu viku sagðist hún ekki vera viss um hvort hún muni ein­hvern tíma koma aftur fram á sviði.

„Ég hef enga hug­mynd. Ég er að skemmta mér núna. Ég er á um­breytingar­skeiði í lífi mínu núna og er að njóta mín. Svo þannig er það,“ sagði söng­konan.

Brit­n­ey kom síðast fram fyrir dómi í maí 2019 en enn sem komið er hefur hún aldrei krafist þess beint að fá aftur sjálf­ræði. Hvort það verði efni réttar­haldanna í dag er spurningin sem er á allra vörum.