Band­a­rísk­a söng­kon­an Brit­n­ey Spe­ars, sem bar­ist hef­ur gegn því að fað­ir henn­ar sé lög­ráð­a­mað­ur sinn, hef­ur und­an­far­ið feng­inn mik­inn stuðn­ing úr ýms­um átt­um. Hún hef­ur háð þess­a bar­átt­u leng­i en á síð­ust­u miss­er­um hef­ur mál henn­ar ver­ið mik­ið í fjöl­miðl­um og marg­ir lýst því yfir að þeir stand­i með Brit­n­ey í bar­átt­unn­i.

Eftir að hún mætt­i fyr­ir dóm­ar­a þann 23. júní hafa marg­ir birt færsl­ur henn­i til stuðn­ings og lát­ið slík um­mæl­i fall­a við fjöl­miðl­a. Með­al þess eru fræg­ir og fjöl­skyld­u­með­lim­ir Brit­n­ey.

Hún er þó ekki sátt við suma og deild­i á Insta­gram-síðu færsl­u um mál­ið þar sem hún skrif­ar: Það er ekk­ert verr­a en þeg­ar fólk­ið í kring­um þig var ekki til stað­ar og birt­i hlut­i varð­and­i á­stand­ið hvað sem það má vera og tal­ar rétt­látt fyr­ir stuðn­ing­i...það er ekk­ert verr­a en það!!!

Brit­n­ey bæt­ir við að „hvern­ig dirf­ist það fólk sem þú elsk­ar mest að segj­a nokk­uð...rétt­i það út hjálp­ar­hönd til að lyft­a mér upp á sín­um TÍMA!!!??? Hvern­ig dirf­ist þið að gera það op­in­bert að NÚNA sé þér ekki SAMA... rétt­ir þú út hjálp­ar­hönd þeg­ar ég var að drukkn­a???“

Með færsl­unn­i deil­ir hún mynd með text­an­um „ekki gleym­a þeim sem hunds­uð­u þig þeg­ar þú þurft­ir á þeim að hald­a og hverj­ir hjálp­uð­u þér áður en þú baðst um að­stoð.“