Margir að­dá­endur Brit­n­ey Spears ráku upp stór augu þegar í ljós kom að popp­stjarnan væri búin að loka Insta­gram-reikningi sínum.

Brit­n­ey tók þó sjálf af allan vafa og tísti að hún væri að­eins að taka sér pásu til að fagna trú­lofun sinni:

„Engar á­hyggjur fólk“ sagði hún. „Ég kem aftur bráðum.“

Brit­n­ey Spears og Sam Asghari til­kynntu um trú­lofun sína fyrr í vikunni, en þau hafa nú verið saman í fimm ár.

Söng­konan hefur mikið verið á milli tanna fólks undan­farið vegna sjálf­ræðis­deilunnar við föður sinn en hún höfðar nú mála­ferli gegn honum til að öðlast aftur sjálf­ræði eftir að hafa hvorki haft stjórn yfir sínum fjár­munum né sínu per­sónu­lega lífi í 13 ár.

Sam­kvæmt heimildar­manni slúður­miðilsins Page Six er Brit­n­ey að senda sterk skila­boð með því að eyða Insta­gram-reikningi sínum.

„Hún er hamingju­söm og á frá­bærum stað. Þögnin gefur verið kröftugur hlutur og sendir kröftug skila­boð. Þetta var hennar á­kvörðun,“ er haft eftir heimildar­manninum.

Lög­maður Brit­n­ey, Mat­hew Ros­engart, stað­festi einnig í sam­tali við Page Six að á­kvörðun Brit­n­ey að taka hlé frá sam­fé­lags­miðlum hafi verið hennar eigin.