Söng­konan Brit­n­ey Spears fór mikinn á Twitter í gær og hjólaði í yngri systur sína Jamie Lynn Spears. Þar kallaði hún hana meðal annars „úr­þvætti“ og sagði hana hafa náð áður ó­þekktum lægðum með hegðun sinni. Jamie Lynn er nú tíður gestur fjöl­miðla í til­efni væntan­legrar ævi­sögu sinnar þar sem eldri systir hennar er að sjálf­sögðu fyrir­ferðar­mikil.

Eitt­hvað virðist Brit­n­ey þó sjá eftir orðum sínum ef marka má nýjasta tíst hennar. „Jamie Lynn...Ég held alls ekki að bókin þín snúist á nokkurn hátt um mig...Ég sagði ýmsa ljóta hluti því þú aug­ljós­lega særðir mig með þeim hlutum sem þú ert að skálda um mig!!! Þegar ég sagði að einungis úr­þvætti myndi skálda upp eitt­hvað slíkt um ein­hvern, þá hefði ég geta svarið að ég sagði „en þú ert það ekki“...en ég botna ekkert í því sem þú ert að segja!!!“

Brit­n­ey heldur á­fram og segir Jamie Lynn hafa lagt hart af sér í lífinu til að ná jafn langt og raun ber vitni og staðið sig feikna­vel. Þó hlytu þær að geta verið sam­mála um að fjöl­skyldan hefði aldrei verið jafn erfið við Jamie Lynn og Brit­n­ey sjálfa.

„Það sem pabbi gerði við mig, þeir gera það ekki einu sinni við glæpa­menn“ skrifaði Brit­n­ey og vísar þar til þess er faðir hennar gegndi hlut­verki lög­ráða­manns síns í ára­raðir.