Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar er þriðji dómarinn af fjórum í íslensku þáttaröðinni, Idol-Stjörnuleit, sem fer í sýningu á Stöð 2 í haust. Vísir greinir frá.

Tveir dómarar hafa nú þegar verið kynntir til leiks, en það er tónlistarfólkið, Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal.

Það er æsispennandi að sjá hver fjórði og síðasti dómari keppninnar verður, en það kemur í ljós á morgun.

Líkt og fram hefur komið fara áheyrnarprufu fram um land allt seinna í sumar og er hægt að srá sig til leiks á slóðinni, idol.stod2.is, með því að senda myndskeið með tveimur lagabútum.