Söng­konan Bríet og gítar­leikari Kaleo, Ru­bin Pollock, eru nýjasta parið í ís­lenska tón­listar­heiminum.

Parið hefur sést spóka sig saman víða í sumar og meðal annars í Reynis­fjöru. Þá eyddu þau góðu kvöldi með tón­listar­manninum Auði, sem birti skemmti­lega mynd af sér með nýja parinu.

Bríeti og Ru­bin þarf vart að nefna en bæði hafa þau skotist up á stjörnu­himinn ís­lensku tón­listar­senunnar að undan­förnu.

Smellurinn Esjan eftir Bríet hefur verið spilað dag­lega á út­varps­stöðum landsins í sumar og þá hefur Ru­bin ferðast víða með frægustu hljóm­sveit Ís­lands.

View this post on Instagram

eg og foreldrar minir

A post shared by Auður (@auduraudur) on