„Ég held í al­vöru að fólk vilji ekki missa af þessu,“ segir tón­listar­konan Bríet sem fær loksins að halda út­gáfu­tón­leika í Hörpu nú þegar kófinu virðist vera að ljúka.

Bríet heldur tón­leikana í Eld­borg í Hörpu næst­komandi föstu­dag, 22. októ­ber. Um er að ræða tvenna tón­leika það kvöldið, klukkan 20:00 og 22:30. Enn eru til miðar á seinni tón­leikana.

Það verður öllu til tjaldað og Bríet mun leiða tón­leika­gesti í gegnum plötu sína, Kveðja, Bríet og vel valin lög. Söng­konan hefur farið með himin­skautum um ís­lenskt tón­listar­líf undan­farin ár og verður um að ræða stærsta verk­efni sem Bríet hefur tekið að sér á sínum ferli.

Það er því engin á­stæða fyrir að fara ekki á tón­leika núna og þá sér­stak­lega nú þegar sótt­vörnum hefur verið létt til muna, eins og því er lýst í til­kynningu frá söng­konunni.