Bríet hefur verið hökkuð og reikningi hennar á Insta­gram stolið. Hún greinir frá þessu á Face­book þar sem hún leitar að­stoðar.

Þar greinir hún jafn­framt frá því að hún hafi verið beitt kúgun. Biðlar hún til vina eða þeirra sem gætu verið klárir í tölvu­málum að að­stoða sig.

Sé miðað við svör í færslunni virðist svo vera sem að söng­konan hafi enn ekki náð að­gangi sínum til baka frá ó­prúttnum hökkurum.

HJÁLP !! þekkir einhvern hakkara eða mjög klárt tölvufólk sem gæti hjálpað mér að ná instagram accountinum mínum til baka!? minn var hakkaður og núna er verið að blackmaila mig

Posted by Bríet Ísis Elfar on Friday, 27 November 2020