Brid­ger­ton-stjörnunar Regé-Jean Page og Phoebe Dyn­e­vor eru ekki í sam­bandi utan skjásins að sögn sjóð­heita leikarans Page. Orð­rómar um að leikararnir væru að slá sér upp saman komust snemma á kreik og hafa slúður­blöð ytra velt því fyrir sér hvort ástar­loturnar sem sáust í þáttunum hafi verið meira en bara leikur.

Leikararnir þóttu ansi sann­færandi í hlut­verkum sínum sem hin ást­föngnu Simon Basset, her­toginn af Hastings, og Dap­hne Brid­ger­ton í þátta­röðinni Brid­ger­ton. Í við­tali við Access sögðu Dyn­e­vor og Page að allt sem á­horf­end­ur sáu á skján­um hafi verið þaul­æft.

Handritið talaði sínu máli

„Ég held að allt sem þarf að vita sé á skjánum,“ sagði Page í sam­tali við Access. „Neistarnir flugu úr fal­lega hand­ritinu sem við fengum í hendurnar og ég held að hand­ritið hafi verið alveg nóg.“

Brid­ger­ton þættirnir hafa slegið í gegn á Ís­landi sem og annars staðar en þeir voru frum­sýndir á Net­flix á jóla­dag. Síðan þættirnir komu út hafa þeir vermst efsta sæti vin­sælda­listans á streymis­veitunni hér á landi og hefur hálf­gert Brid­ger­ton æði runnið á landann.

Leikararnir segja öll ástaratriði hafa verið æfð í þaula.
Fréttablaðið/Getty