Bridgerton-stjörnunar Regé-Jean Page og Phoebe Dynevor eru ekki í sambandi utan skjásins að sögn sjóðheita leikarans Page. Orðrómar um að leikararnir væru að slá sér upp saman komust snemma á kreik og hafa slúðurblöð ytra velt því fyrir sér hvort ástarloturnar sem sáust í þáttunum hafi verið meira en bara leikur.
Leikararnir þóttu ansi sannfærandi í hlutverkum sínum sem hin ástföngnu Simon Basset, hertoginn af Hastings, og Daphne Bridgerton í þáttaröðinni Bridgerton. Í viðtali við Access sögðu Dynevor og Page að allt sem áhorfendur sáu á skjánum hafi verið þaulæft.
Handritið talaði sínu máli
„Ég held að allt sem þarf að vita sé á skjánum,“ sagði Page í samtali við Access. „Neistarnir flugu úr fallega handritinu sem við fengum í hendurnar og ég held að handritið hafi verið alveg nóg.“
Bridgerton þættirnir hafa slegið í gegn á Íslandi sem og annars staðar en þeir voru frumsýndir á Netflix á jóladag. Síðan þættirnir komu út hafa þeir vermst efsta sæti vinsældalistans á streymisveitunni hér á landi og hefur hálfgert Bridgerton æði runnið á landann.
