Leik­konan Phoebe Dyn­e­vor, sem sló í gegn í Brid­ger­ton, og leikarinn Pete David­son eru nýjasta par Hollywood. Orð­rómar um sam­bandið komust á kreik í síðasta mánuði og kveðst slúður­blaðið Pa­geSix nú vera með stað­festar heimildir um ástar­sam­bandið.

Sam­kvæmt heimildum miðilsins er sam­bandið þó ekki mjög al­var­legt þar sem stjörnurnar eru stað­fastar í að halda á­fram að vinna í sitt­hvorri heims­álfunni, David­son í New York og Dyn­e­vor í London.

„Samt hlýtur Pete að vera hrifin af henni þar sem hann hefur verið að fljúga í smá­þorp á Eng­landi til að hanga með henni á töku­stað,“ er haft eftir heimildar­manni Pa­geSix. Sést hefur til parsins haldast í hendur og svo virðist sem þau séu al­sæl saman.

Þrá­látir orð­rómar um að Dyn­e­vor og mót­leikari hennar, hinn sjóð­heiti Regé-Jean Page, væru að slá sér upp saman voru á­berandi í upp­hafi árs en nú virðast þau bæði hafa fundið ástina í öðrum.

David­son var rataði á for­síður allra slúður­blaða heims þegar hann trú­lofaðist söng­konunni Ari­önu Grande árið 2018 en áður var hann í sam­bandi með leik­konunni Kate Beckinsa­le og fyrir-sætunni Kaia Ger­ber. Hann dró sig ný­lega til hlés frá sviðs­ljósinu til að ein­beita sér að geð­heilsu sinni, en hann glímir við geð­hvarfa­sýki.