Rapparinn Cardi B er orðin þreytt á stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum og lét það í ljós í myndbandi á samfélagsmiðlinum Instagram, sem vakið hefur mikla athygli. Nú hefur netverji tekið sig til og búið til lag úr eldræðu Cardi og gæti það hentað prýðilega sem alvöru rapplag.

Í myndbandinu tjáir Cardi sig þá sérstaklega um lokun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum, en þær hafa nú verið lokaðar í næstum því mánuð vegna deilu Trump við Demókrata á Banddaríkjaþingi sem vilja ekki fjármagna umdeildan múr hans á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 

Rapparinn var ekkert sérstaklega orðfögur þegar hún ræddi málið. 

„Ég vil ekki heyra öll ykkur helvítin tala um að Obama hafi lokað alríkinu í sautján daga, já hann gerði það fyrir heilbrigðisþjónustu! Svo amma ykkar gæti mælt blóðþrýstinginn sinn og þið tíkurnar skoðað á ykkur pjöllurnar hjá kvensjúkdómalækninum án allra helvítis vandamála.“ 

Eldræðan vakti raunar svo mikla athygli að nokkrir lykilþingmenn Demókrataflokksins íhuguðu um stund hvort þeir ættu að deila myndbandinu hennar og áttu í nokkuð skondnum orðasendingum á Twitter þar sem þeir ræddu það sín á milli.