Lífið

Brewdog stefnir á að opna bar á Íslandi

Eigendur Brewdog tilkynntu fyrir framan 8.000 manns í Aberdeen að þeir ætluðu að opna bar og brugghús í Reykjavík. Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins, fagnar komu risans til landsins.

James Watt, annar stofnenda BrewDog-brugghússins sem boðar komu sína til Íslands. NordicPhotos/Getty

Brugghúsið BrewDog hefur tilkynnt að það ætli að opna bari í Suður-Kóreu, á Spáni og Íslandi. Stofnendur BrewDog, James Watt og Martin Dickie, uppljóstruðu áætlunum fyrirtækisins á hinum árlega General Mayhem fundi í Aberdeen í Skotlandi fyrir framan 8.000 manns.

Alls ætlar BrewDog að opna 17 nýja bari á árinu. Sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík.

Auk þess að tilkynna útrás BrewDog um heiminn upplýstu þeir Watt og Dickie að salan hefði aukist um 78 prósent á milli ára og veltan um 55 prósent. Það er því von á risa inn á barmarkaðinn hér á landi.

Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, sem á og rekur Prikið segist ekkert kvíða komu BrewDog á íslenskan bar- og bjórmarkað. „Þeir eru velkomnir á markaðinn og vonandi verða þeir bara í stuði. Einn BrewDog verður gott innlegg í barflóruna hér á landi. Hefur kannski áhrif á einhverja án þess að ég viti það. Kannski endar það þannig að við kaupum af þeim bjór og bjóðum upp á ódýran gæðabjór frá BrewDog,“ segir hann.

Finni vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að þetta jafnist á við komu Costco til landsins.

BrewDog er gríðarlega stórt brugghús og einn fyrsti IPA-bjórinn sem Íslendingar gátu keypt í ÁTVR var einmitt frá fyrirtækinu. Jafnvel væri hægt að orða það sem svo að IPA-klikkunin sé þeim að kenna. NordicPhotos/Getty

BREWDOG

Stofnað árið 2007 af James Watt og Martin Dickie.

Fyrsti BrewDog-barinn var opnaður í Aberdeen árið 2010.

Nú eru BrewDog-barir í Stokkhólmi, Sao Paulo, Flórens, Helsinki og víða um Bretland.

22 prósenta hlutur í fyrirtækinu var seldur í fyrra á 213 milljónir punda.

Tilkynnt var í febrúar að fyrirtækið ætlaði að setja á laggirnar 30 milljóna dollara bruggverksmiðju í Ástralíu.

2015 hljóðuðu framleiðslutölur BrewDog upp á 2,2 milljónir flaskna og 400 þúsund dósir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Matur

Partýbollur sem bregðast ekki

Auglýsing

Nýjast

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Auglýsing