Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa gengið til viðræðna við breska ríkissjónvarpið (BBC) um að halda Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU.
Úkraína bar sigur úr býtum í keppninni í maí síðastliðnum en eftir mat á aðstæðum í Úkraínu kemur í ljós að ekki er hægt að gæta fyllsta öryggis þar vegna stríðsins og því engur EBU til viðræðna við BBC um að keppnin verði haldin í Bretlandi á næsta ári.
Hefðin er sú að það land sem vinnur keppnina, heldur hana ári síðar. EBU hafa metið öryggisaðstæður í Úkraínu þannig að keppnin geti ekki farið þar fram á næsta ári.
Undirbúningsferli keppninnar tekur um það bil tólf mánuði. Þúsundir koma að uppsetningu keppninnar og ferðast fólk því til og frá landinu sem heldur keppnina næst, sem verður ekki Úkraína í þetta skiptið.
Bretar lentu í öðru sæti í Eurovsion á þessu ári, á eftir úkraínska hópnum Kalush Orchestra, sem fór fram á Ítalíu.
Hér að neðan má sjá skjáskot af Facebook-færslu frá Eurovision Song Contest:
