Elísa­bet Breta­drottning hefur á­kveðið að frá og með árinu 2019 muni hún ekki nota loð­feld í nýjum fatnaði en þetta kemur fram í ævi­sögu Angelu Kel­ly sem hefur séð um klæðnað drottningarinnar í aldar­fjórðung.

Sam­kvæmt frétt Guar­dian um málið hefur tals­maður konungs­hallarinnar stað­fest að drottningin komi til með að nota gervi­feld í nýjum fatnaði en hún muni þó enn nota fatnað með loði sem hún átti fyrir.

„Ef hennar há­tign er væntan­leg á á­kveðin við­burð í sér­stak­lega köldu veðri, frá og með árinu 2019 mun gervi­feldur vera notaður til að halda á henni hita,“ skrifar Kel­ly í ævi­sögunni sem ber nafnið The Ot­her Side of the Coin: The Qu­een, the Dresser and the War­drobe.

Með á­kvörðuninni fylgir drottningin for­dæmi tískurisanna Gucci, Prada og Macy‘s sem hafa á síðustu árum á­kveðið að hætta sölu á fatnaði með loði, á­samt Kali­forníu-ríki Banda­ríkjanna sem bannaði í síðasta mánuði vörur með loði af dýrum.