Matar­venjur Elísa­betar Breta­drottningar eru vægst sagt öðru­vísi en hjá flestum öðrum en sam­kvæmt frétt Mirror er drottningin veru­lega vand­lát þegar kemur að mat.

Drottningin er veru­lega hrifin af árs­tíða­bundnum á­vöxtum og hefur víst strangar reglur um hvernig borða eigi banana en það þarf að gera með hníf og gaffli. Fyrst eru endarnir af banananum skornir af og hnífurinn notaður til að stía hýðinu og banananum í sundur. Þegar þessu er lokið er hægt að nota hnífa­pörin til að skera bananann í litla bita.

Drottningin er víst verulega vandlát þegar kemur að mat.
Fréttablaðið/Getty

Borðar kvöld­matinn fyrir framan sjón­varpið

Sér­kenni­legar matar­venjur hennar eins­korðast þó ekki við banana. Drottningin neitar að borða hvít­lauk og ber hann aldrei fram en á­stæðan er að þar sem hún þarf að heilsa svo mörgum vilji hún ekki að hvít­lauks­lykt sé af sér.

Hún neitar einnig að borða skel­fisk þar sem hann getur valdið matar­eitrun. Hún drekkur að auki einungis Earl Grey te án sykurs og mjólk og nýtur þess að borða kvöld­matinn sinn fyrir framan sjón­varpið.

Ár­legur matar­kostnaður konungs­fjöl­skyldunnar er rúm­lega 240 milljónir ís­lenskra króna en kostnaðurinn dekkar allt frá stórum veislum til morgun­mats fjöl­skyldunnar. Drottningin hefur yfir­um­sjón með matnum en mat­seðillinn er út­búinn af mat­reiðslu­mönnum þrjá daga í senn.

Drottningin hefur yfirumsjón með matnum.
Fréttablaðið/Getty