Breska konungs­fjöl­skyldan er upp til hópa ó­á­huga­vert hyski sem bresk götu­blöð og Net­flix hafa gert heims­fræg. Skandalar og dramað í lífi þessa fólks hjálpar líka til.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðrum þætti Crown­varpsins, við­hafnar­hlað­varpi Frétta­blaðsins um fimmtu seríu af The Crown sem er komin út á Net­flix.

„Það fer í taugarnar á mörgum að þetta ó­á­huga­verða hyski sé gert svona spennandi og á­huga­vert eins og er í þessum þáttum. Ég veit ekki hvað veldur, það hefur ekki vantað skandalana og dramatíkina í lífi þessa fólks,“ segir Þórarinn Þórarins­son, annar um­sjónar­manna þáttarins.

Kollegi hans Oddur Ævar Gunnars­son segir að lík­lega sé fjöl­skyldan per se ekki á­huga­verð. „En hún lifir náttúru­lega og nærist á um­fjölluninni og breska pressan sömu­leiðis og Net­flix núna. Það gerir hana svo á­huga­verða.“

„Sama hvað fólki finnst um þetta allt saman eru þetta náttúrulega ofboðslega vel gerðir þættir. Netflix þurfti á þessu að halda, þetta er alveg rétt móment,“ segir Þórarinn sem rifjar það upp að gömlu Crown þættirnir hafi rokið upp í vinsældum þegar Elísabet lést.

Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er mættur á Spotify undir merkjum Bíóvarpsins.