Dom Lever, sem þekktastur er fyrir að hafa komið fram í þáttunum Love Island, fór í hárígræðslu á dögunum og leyfir öllum sem vilja að fylgjast með í breskum miðlum.

Dom, sem eignaðist barn með Jess Shears eiginkonu sinni sem hann hitti við gerð þáttanna Love Island á dögunum, segist hafa farið í ígræðsluna til að losna við há kollvik sem hafa angrað hann.

Lever segir ekki hafa fundið fyrir neinum sársauka, nema rétt á meðan hann var deyfður.

Lever hefur kvartað yfir háum kollvikum.