Lífið

Breaking Bad kvikmynd í burðarliðnum

Vinna við kvikmynd byggða á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Breaking Bad virðist vera í burðarliðnum.

Leikararnir Aaron Paul og Bryan Cranston á blaðamannafundi vegna Breaking Bad. Fréttablaðið/Getty

Vinna við kvikmynd byggða á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Breaking Bad virðist vera í burðarliðnum, ef marka má heimildir erlendra fjölmiðla.

Kemur fram að höfundur þáttanna, Vince Gilligan, vinni nú að því að framleiða tveggja klukkustunda langa kvikmynd sem mun „gerast í Breaking Bad veröldinni.“ 

Samkvæmt upplýsingum staðarblaðsins The Albuquerque Journal í Nýju-Mexíkó munu tökur hefjast í Albuquerque í þessum mánuði. Tökur fara því fram á sama stað og tökur Breaking bad sjónvarpsþáttanna.

Mun vinnuheiti kvikmyndarinnar vera Greeenbrier og á söguþráður myndarinnar að hverfast um „flótta manns úr höndum mannræningja og vegferð hans að frelsi.“ 

Lítið er annars vitað um efnistök myndarinnar, eða hvort leikararnir Bryan Cranston og Aaron Paul auk annarra leikara sem fóru með hlutverk í Breaking Bad þáttunum muni birtast í myndinni í upphaflegum hlutverkum sínum. Þá er ekki ljóst hvort myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum eða á streymisveitum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Heimilið

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Auglýsing

Nýjast

Hildur Yeoman í Hong Kong

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Komnar með bakteríuna

Auglýsing