Lífið

Breaking Bad kvikmynd í burðarliðnum

Vinna við kvikmynd byggða á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Breaking Bad virðist vera í burðarliðnum.

Leikararnir Aaron Paul og Bryan Cranston á blaðamannafundi vegna Breaking Bad. Fréttablaðið/Getty

Vinna við kvikmynd byggða á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Breaking Bad virðist vera í burðarliðnum, ef marka má heimildir erlendra fjölmiðla.

Kemur fram að höfundur þáttanna, Vince Gilligan, vinni nú að því að framleiða tveggja klukkustunda langa kvikmynd sem mun „gerast í Breaking Bad veröldinni.“ 

Samkvæmt upplýsingum staðarblaðsins The Albuquerque Journal í Nýju-Mexíkó munu tökur hefjast í Albuquerque í þessum mánuði. Tökur fara því fram á sama stað og tökur Breaking bad sjónvarpsþáttanna.

Mun vinnuheiti kvikmyndarinnar vera Greeenbrier og á söguþráður myndarinnar að hverfast um „flótta manns úr höndum mannræningja og vegferð hans að frelsi.“ 

Lítið er annars vitað um efnistök myndarinnar, eða hvort leikararnir Bryan Cranston og Aaron Paul auk annarra leikara sem fóru með hlutverk í Breaking Bad þáttunum muni birtast í myndinni í upphaflegum hlutverkum sínum. Þá er ekki ljóst hvort myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum eða á streymisveitum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bieber og Hailey staðfesta hjónabandið

Lífið

Boltinn fór að rúlla

Helgarblaðið

Við dettum öll úr tísku

Auglýsing

Nýjast

Ekki til ein­hver ein rétt dauð­hreinsuð ís­lenska

Ís­lensk börn send í sósíalískar sumar­búðir

Rhys-Davies: „Þið eruð kraftmikið nútímafólk“

Sagði allt sem hún mátti ekki segja sem for­seta­frú

Harry er alltaf að slökkva ljósin

Íslensk risaeðlunöfn fyrir íslensk börn

Auglýsing