Lífið

Á nær­­fötunum í beinni þegar Trump flutti á­varp

Klámstjarnan Stormy Daniels bauð fólki að horfa á myndband af sér í beinni að brjóta þvott á sama tíma og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, flutti ávarp sitt um landamæravegginn við Mexíkó og lokun alríkisins.

Stormy Daniels gefur lítið fyrir Donald Trump. Fréttablaðið/Getty

Klámstjarnan Stormy Daniels braut saman þvott klukkan níu í gærkvöldi að bandarískum tíma í beinni á samfélagsmiðlinum Instagram, á sama tíma og Donald Trump, Bandaríkjaforseti,flutti ávarp sitt um fjárveitingar fyrir umdeildan vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 

Stormy tilkynnti áætlanir sínar fyrr um daginn í færslu þar sem er ljóst að hún vildi ögra forsetanum. „Ef þið eruð að leita að einhverju sem er meira að segja örlítið áhugavert til þess að horfa á klukkan níu í kvöld, þá mun ég brjóta saman þvott á nærbuxunum mínum í átta mínútur í beinni á Instagram,“ skrifaði klámstjarnan á Twitter.

Stormy og Donald hafa eldað saman grátt silfur nokkuð lengi en þau áttu eitt sinn í kynlífssambandi og gerði hún meðal annars stólpagrín að getnaðarlim forsetans í bók sinni sem kom út í október síðastliðnum. Forsetinn hefur ítrekað reynt að gera Stormy erfitt fyrir að tjá sig um sambandið en fyrrverandi lögmaður hans, Michael Cohen var meðal annars dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að reyna að kaupa þögn hennar í kosningabaráttunni árið 2016.

Uppátæki stjörnunnar vakti mikil viðbrögð og fékk hún sér meðal annars Cheetos snakk í lok myndbandsins en Trump er reglulega líkt við snakkið, enda appelsínugult á litinn og þá hlustaði hún líka á lagið „We Are Never Ever Getting Back Together“ með Taylor Swift. Sjálf segir hún á Twitter að yfir hundrað þúsund manns hafi horft á upptökuna sína í stað ávarps Trump. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Heimilið

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Auglýsing

Nýjast

Hildur Yeoman í Hong Kong

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Komnar með bakteríuna

Auglýsing