Youtu­be stjarnan Omid Majid braust inn í Love Is­land glæsi­villu bresku raun­veru­leika­þáttanna í gær­kvöldi. Hann spókaði sig um í villunni þar til hann var fjar­lægður af öryggis­vörðum.

Í frétt breska götu­blaðsins Daily Star um málið kemur fram að Omid, sem er annálaður glaum­gosi á mynd­banda­síðunni, hafi verið í beinni út­sendingu á Youtu­be þegar hann komst inn í villuna á Mall­or­ca.

Nýjasta serían er tekin upp á Mall­or­­ca á Spáni en þættirnir fóru í árs­frí vegna CO­VID-19 heims­far­aldursins. Í þáttunum hittast föngu­­legir Bretar í fyrsta sinn, para sig saman og leysa ýmsar þrautir í von um að finna ástina og/eða vinna peninga­verð­­laun.

Í til­kynningu frá fram­leið­endum er tekið fram að inn­brotið sé litið al­var­legum augum. „Öryggi kepp­enda okkar sem og fram­leiðslu­teymis er okkar helsta á­hyggju­efni,“ segir tals­maður fram­leið­enda.

„Vegna strangra CO­VID reglna, hefur allt svæðið í villunni sem maðurinn gekk um í verið hreinsað áður en kepp­endum og teyminu verður hleypt þangað að nýju,“ segir hann.

Kepp­endurnir sváfu á meðan Omid spókaði sig um í villunni. Hann hitti engan þeirra. Sam­kvæmt frétt breska götu­blaðsins er um að ræða fyrsta skiptið sem ein­hverjum tekst að brjótast inn á töku­stað þáttanna.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér á vef breska götublaðsins The Sun.