Lúðurinn, ís­lensku aug­lýsinga­verð­launin, voru af­hent í 35. sinn í kvöld. Að þessu sinni fór at­höfnin fram raf­rænt en sýnt var frá há­tíðinni á netinu. Það eru sam­tök ís­lensk saug­lýsinga­fólks, Í­MARK, sem standa fyr­ir verð­laun­a­af­hendingunni.

Aug­lýsinga­stofan Branden­burg hlaut flesta lúðra, alls 6, og er það fjórða árið í röð sem stofan er hlut­skörpust. Branden­burg fékk meðal annars verð­laun fyrir kvik­myndaða aug­lýsingu og PR fyrir Nova og mörkun KSÍ.

Næst í röðinni kom EnnEmm með 4 lúðra, þá Kontor og H:N með tvo lúðra hvort, og TVIST með einn lúður. Pipar/TBW hlaut verð­laun fyrir árangurs­ríkustu her­ferðina, fyrir KFC.

„Við erum virki­lega á­nægð með af­raksturinn eftir ár sem var nokkuð flókið. Við leggjum mikið upp úr árangurs­drifinni hug­mynda­vinnu og það er mikil­vægt að fólk fái frelsi til að taka virkan þátt í þeirri vinnu. Á stofunni starfar sam­hentur hópur sem hefur ó­líkan bak­grunn en mark­miðið er alltaf það sama, að búa til sterkt og vandað efni sem vekur at­hygli og nær árangri. Góð hug­mynd er nefni­lega dýr­mætur grunnur fyrir gott markaðs­efni. Þessi upp­skera er frá­bær hvatning og það er alltaf skemmti­leg stemning í kringum Lúðurinn,“ segir Hrafn Gunnars­son, hug­mynda- og hönnunar­stjóri á Branden­burg í frétta­til­kynningu.