Helga Arnardóttir, fjölmiðlakona og handritshöfundur, og Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri, gengu í það heilaga um helgina.

Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni í Reyjavík og veislan var haldin í sal Iðnó við Tjörnina. Frá þessu greindi Bragi Þór frá á samfélagsmiðlum.

Helga og Bragi Þór létu pússa sig saman um helgina.
Mynd/Skjáskot

Parið leikstýrði og skrifuðu handrit barna- og fjölskyldumyndarinnar, Birtu, sem kom út í lok síðasta árs.

Kvikmyndin naut mikilla vinsælda hér á landi, en ekki síður erlendis. Aðalleikkona myndarinnar, Kristín Erla Péturs­dóttir, tólf ára, var valin besta leik­konan í hópi ung­menna á einni stærstu barna­kvik­mynda­há­tíð Evrópu, Schlingel í Chemnitz í Þýska­landi.