Ostasalatið tekur örskamma stund að laga þetta ostasalat og samsetningin af brögðum er frábær. Það væri til að mynda frábært að mæta með þetta ostasalat í vinnuna og bjóða vinnufélögunum upp á og lífga upp á tilveruna. Það er að koma sumar.

Ostasalat frá Mexíkó
2 stk. mexíkó kryddostur
1 rauð paprika
2 stk. jalapeno
½ rauðlaukur
140 g sýrður rjómi
140 g Hellmann‘s majónes eða majónes að eigin vali
½ tsk. salt
½ tsk. paprikuduft
¼ tsk. Cheyenne pipar
Skerið ostinn í litla teninga og saxið papriku, jalapeno og rauðlauk smátt. Blandið næst öllu saman í skál með sleikju þar til vel blandað. Njótið með góðu kexi eða ný bökuð súrdeigsbrauði.
*Allt hráefnið fæst í Bónus