Ísak er alinn upp á Suðureyri og hefur alltaf verið ástríðufullur um matreiðslu. Í litla sjávarþorpinu ólst hann upp við að borða mikið af ferskum fisk og lambakjöti frá sveitabænum. Síðastliðin ár hefur Ísak tekið þátt í mörgum matreiðslukeppnum, meðal þeirra er eftirréttur ársins 2023 þar sem hann hreppti 1. sæti. Einnig hefur hann verið með kokkalandsliðinu síðastliðin tvö tímabil, á seinustu Ólympíuleikum og Heimsmeistaramóti en árið 2020 í Stuttgart hlaut Kokkalandsliðið 3. sæti í öllum keppnum en það er besti árangur liðsins frá upphafi.

Ástríða fyrir því að gleðja fólk

„Ástríðan fyrir matargerð kemur frá því að búa eitthvað til og sjá fólk gleðjast, handavinnan og færnin sem fer í það lætur fólk halda að maður sé galdrakall. Að gleðja fólk er eitthvað sem mér hefur ávallt fundist gaman að og gerir það enn í dag,“ segir Ísak.

Þessa dagana vinnur Ísak sjálfstætt og tekur að sér einka veislur þar sem aðeins háklassamatreiðsla á sér stað, honum finnst best að vinna með kúnnunum andlit við andlit og búa til upplifun á mat og þjónusta á hæsta standard. „Erlendir túristar flykkjast til landsins vegna náttúrunnar en einnig vegna gífurlegrar vinsælda matarmenningu Íslendinga, Ísland er svo sannarlega orðinn mataráfangastaður. Verkefnin að elda úti í náttúrunni, í hellum, upp á jöklum eða undir berum himni er í miklu uppáhaldi,“ segir Ísak.

Ísak er duglegur að leyfa fólki að sjá inn í þennan heim á Instagram síðunni @isakaronjohannsson en þar er margt skemmtilegt að sjá. Mælum með að þið fylgjist með.

Hér sviptum við hulunni af matseðli vikunnar sem Ísak Aron hefur sett saman fyrir lesendur Fréttablaðsins á matarvefnum sem er hinn fjölbreytasti og kemur bragðlaukunum á flug.

Parmesan kjúklingur.

Mánudagur – Ljúffengur parmesan kjúklingur

„Mörg heimili hafa fisk á mánudögum en ég vil oftast hafa hlutina öðruvísi svo ég hef kjúkling, byrjum vikuna á hvelli. Parmesan kjúklingur og létt salat klikkar ekki og gerir mann tilbúinn fyrir vikuna.“

Sjá uppskrift hér.

Ofnbakaður þorskur.

Þriðjudagur – Ofnbakaðir þorskur í kókosmjólk og ferskum kryddum

„Þorskur er uppáhalds fiskurinn minn og verð ég aldrei þreyttur á honum þess vegna er tilvalið að hafa þriðjudaginn hollan og hvað er hollara en fiskur.“

Sjá uppskrift hér.

Osso Bucco

Miðvikudagur – Osso Bucco fyrir sælkera

„Ég er mikill kjötmaður og elska að elda mér steik, sérstaklega vöðva sem þarf að sýna ást og umhyggju eins og þessi unaðslegi partur af nautinu, Osso Bucco sem þýðir einfaldlega bein með holu.“

Lax með sætkartöflumús.

Fimmtudagur – Gómsætur lax með sætkartöflumús

„Lax er dýrindis fæði en ég notaði einmitt lax á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg með

kokkalandsliðinu, mikilvægt er bara að veðja á landeldislax til að tryggja gæði máltíðarinnar.“

Heimagerð pitsa.

Föstudagur - Pitsakvöld

„Föstudagar kalla á pitsu, Þessi hér er tilvalin fyrir það.“

Lambakonfekt. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Laugardagur – Grillað lambakonfaket og ljúffengt meðlæti

„Nú er snjórinn að fara og tími til að byrja að grilla! Þessvegna er tilvalið að rífa fram grillið og henda í lambakonfekt sem fæst hjá Sælkerabúðinni, Bitruhálsi og hagkaupsverslunum. Ef letin tekur yfir þá er alltaf hægt að versla tilbúið meðlæti hjá þeim Viktori og Hinrik.“

Sjá uppskrift hér.

Sunnudagssteikin. Mynd/Berglind Hreiðars.

Sunnudagur – Hin fullkomna sunnudagssteik ribeye

„Sunnudagar eru dagar fyrir steik og er ribeye í mínu uppáhalds, ekki skemma sætar kartöflur máltíðina.“

Sjá uppskrift hér.