Keppendur mættu með terturnar í Ormsson klukkan 10.00 í gærmorgun þar sem dómnefndin tók þær út. Dómnefndina skipuðu Margrét Sigfúsdóttir fyrrum skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, Kristján Kristjánsson vörustjóri AEG og Þóra Stefánsdóttir brauðtertuunnandi frá HTH innréttingum. Keppt var í þremur flokkum; fallegasta, frumlegasta og bragðbesta brauðtertan og vegleg verðlaun voru veitt í hverjum flokki. Mikið var um dýrðir í brauðtertugerðinni og löngun hjá mörgum að fá að njóta þeirra allra.

Þessar þrjár unnun til verðlauna í gær eftirfarandi flokkum:

Bragðbesta brauðtertan 2022.jpg

Bragðbesta brauðtertan að mati dómnefndar var brauðtertan hennar Guðrúnar Sigríðar Matthíasdóttur sem ávallt er kölluð Gunna Sigga. Vann hún 100.000,- inneign í Ormsson fyrir Bragðbestu brauðtertuna. Sértaða bragðbestu brauðtertunnar var valið á hráefninu en það var allt saman frá Vestfjörðum, meira segja sítrónurnar eru ræktaðar þar.

Falllegasta brauðtertan 2022.jpeg

Fallegasta brauðtertan að mati dómnefndar var brauðtertan hans Þrastar Sigurðssonar. Þröstur vann 50.000,- inneign í Ormsson.

Frumlegasta brauðtertan 2022.jpeg

Frumlegasta brauðtertan að mati dómnefndar var brauðtertan hennar Söru Mist Sverrisdóttur og vann Sara Mist 25.000,- inneign í Ormsson. Þessi í formi brauðristar, SMEG, mjög frumleg útfærsla á brauðtertu.

Gunna Sigga sem sigraði fyrir bragðbestu brauðtertuna ákvað að skrá sig í keppnina á föstudagsmorgun síðastliðinn með sólahrings fyrirvara. Hún keyrði frá Ísafirði og kom í bæinn um klukkan 22.00 á föstudagskvöldið fyrir keppnina. Kláraði þá að setja saman tertuna fyrir miðnætti. Hún skilaði síðan tertunni í Ormsson daginn eftir um klukkan 10.00 á laugardagsmorgun og fór svo í sund til að róa sig eftir stressið. Bar síðan sigur úr býtum fyrir bragðbestu brauðtertuna, sem var svo ljómandi góð.

Vert er að geta þess að allt hráefnið í tertunni er frá Vestfjörðum. Allt grænmetið er ræktað í Önundarfirði, sítrónurnar eru einu sítrónurnar sem ræktaðar eru hér á landi og rækjurnar frá Kampa á Ísafirði.

Besta brauðtertan .jpeg

Kjartan Örn Sigurðsson forstjóri Ormsson færði Guðrúnu Sigríði verðlaunin fyrir sigur brauðtertuna sem heillaði dómnefndina upp úr skónum.