Nú eru jólasamlokurnar lentar ásamt djúsunum og þá geta viðskiptavinir Lemon fagnað og gert sér glaðan dag með forsmekkinn af jólabrögðunum.

Jólasamlokan í ár inniheldur hamborgarahrygg, pestó, eplasalsa, chili, mangó og spínat. Hún þykir bæði brakandi fersk og góð. Einnig er jólabragur á Sweet chili Turkey samlokunni með kalkúnabringu, pestó, chilisultu, chili og spínati, kjörin samloka fyrir þá sem að vilja bæði léttleika og hita. Jólasamlokurnar ættu að standast væntingar kröfuhörðustu samlokuaðdáenda.

Jóladjúsar Lemon eru þrír; Jólakötturinn með eplum, engifer og chai, Ef ég nenni með mandarínum, ástaraldin og ananas og Christmas flirt sem inniheldur vanilluskyr, epli og chai.

„Jólasamlokurnar og djúsarnir okkar njóta alltaf mikilla vinsælda á aðventunni. Viðskiptavinir okkar vilja huga að hollustunni í desember en um leið fá forsmakk af jólunum. Hægt verður að fá bragð af jólum á öllum stöðum Lemon til jóla“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttur markaðsstjóri Lemon.

FBL Lemon jóladjúsarnir 2021

Drykkirnir eru hver öðrum betri og áferðin hin jólalegasta./Ljósmyndir aðsendar.

FBL Christmas flirt.jpg

Christmas flirt sem inniheldur vanilluskyr, epli og chai./Ljósmyndir aðsendar.

FBL Ef ég nenni.jpg

Ef ég nenni með mandarínum, ástaraldin./Ljósmyndir aðsendar.

FBL Jólakötturinn.jpg

Jólakötturinn með eplum, engifer og chai./Ljósmyndir aðsendar.

FLB Jólasamlokur_thumb_229.jpg

Jólasamlokan í ár inniheldur hamborgarahrygg, pestó, eplasalsa, chili, mangó og spínat og þykir fersk og brakandi góð./Ljósmyndir aðsendar.

FBL Sweet Chili Turkey.jpg

Einnig er jólabragur á Sweet chili Turkey samlokunni með kalkúnabringu, pestó, chilisultu, chili og spínati./Ljósmyndir aðsendar.

*Kynning,