Það lítur allt út fyrir að samband Tom Brady og Gisele Bündchen sé komið á endastöð, en þau hafa bæði ráðið skilnaðarlögfræðing. PageSix greinir frá.

Brady er af mörgum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma, en hann hefur unnið sjö ofurskálar (Superbowl) á löngum ferli sínum. Bündchen er eitt allra stærsta nafnið í fyrirsætubransanum og var hún lengi fyrirsæta fyrir Victoria´s Secret.

Þau hafa verið gift síðan 2009 og eiga saman tvö börn. Brady á eitt barn úr fyrra sambandi.

Brady tilkynnti í sumar að hann ætlaði að hætta að spila amerískan fótbolta, en honum snérist hugur og er hann mættur aftur í sitt 21 tímabil í NFL deildinni sinni.

Bündchen var ekki sátt við þessa ákvörðun, en hún vill að Brady eyði meiri tíma með fjölskyldunni. Einnig hafði hún áhyggjur af áhættunni sem fylgir því að spila amerískan fótbolta.

Þau hafa hvorug tjáð sig um þennan orðróm, sem ýtir enn meira undir sögusagnirnar um skilnað þeirra.