Fyrrverandi stjörnuhjónin Jennifer Aniston og Brad Pitt svara loksins sögusögnum um að þau séu byrjað aftur saman. Endur­fundir þeirra á SAG verðlaunahátíðinni í lok janúar vöktu mikla lukku en leikararnir virtust skemmta sér konunglega.

Blaðamenn Entertainment Tonight (ET) ræddu við leikkonuna og spurðu hana hvað henni þætti um allar sögusagnirnar og færslurnar á Twitter og Instagram og í fréttamiðlum eftir endurfundinn fræga.

„Þetta er stórhlægilegt en hvað annað á fólk að tala um?“ sagði Jennifer Aniston.

Brad ræddi einnig við sama miðil. Blaðamaður ET sagði að fjölmargir væru að vonast eftir fleiri endurfundum milli hans og Jennifer svo að hægt væri að smella af fleiri myndum af þeim saman.

„Ég hefði ekkert á móti fleiri endurfundum. Hún er góður vinur minn,“ sagði Brad.

Þá vöktu við­brögð Brad Pitt við ræðu Ani­ston á hátíðinni sér­staka at­hygli að­dáanda fyrrum stjörnuparsins. Ani­ston tjáði sig um við­brögð Brads við sigri hennar og sagði þau vera krútt­leg.

Sögusagnirnar hafa verið á kreiki lengi, alveg frá því að Angelina Jolie sótti um skilnað árið 2016 og svo aftur þegar Jennifer Aniston skildi við Justin Theroux. Margir netverjar veltu fyrir sér hvort tími væri kominn að kalla þau „Brennifer“ aftur. Erlendir slúðurmiðlar hafa meira að segja staðhæftað leikarinn Georg Clooney hafi komið þeim aftur saman og að ástin blómstri sem aldrei fyrr. Á forsíðumyndinni sjást Aniston og Pitt kyssast. Hins vegar er búið að hrekja þær sögusagnir og sýna fram á átt hafi verið við myndina.

Myndirnar voru af Jennifer Aniston að kyssa leikarann Jason Bateman við tökur á kvikmynd og Brad Pitt og Angelina Jolie þegar þau voru saman. Myndunum var smellt saman til að ýta undir sögusagnirnar um að Pitt og Aniston væru byrjuð aftur saman.
Myndir/JustJared

Þau hafa að minnsta kosti sannað fyrir heiminum að það er hægt að brydda upp á vinskapinn eftir skilnað, jafn vel þrátt fyrir að öll smáatriði skilnaðarins hafi verið á forsíðum slúðurblaða um allan heim. Pitt mætti í jólaboð til Aniston síðustu jól og á hann að hafa verið meðal fyrstu gesta í boðinu og var hann jafnframt einn sá síðasti til að yfirgefa veisluna samkvæmt heimildarmönnum.