Hollywood-leikarinn Aaron Taylor-Johnson segir stórstjörnuna Brad Pitt halda úti tvo lista yfir leikara, annars vegar þá sem hann vill vinna aftur með, og hins vegar þá sem hann vill ekki vinna með.

Pitt og Taylor-Johnson léku saman í kvikmyndinni Bullet Train sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. Í viðtali við Varietyá Locarno-kvikmyndahátíðinni í Sviss fór Taylor-Johnson fögrum orðum um kollega sinn.

Hann kallaði Pitt „auðmjúka og kurteisa manneskju“ og telur „hann hafa hafið nýjan kafla í lífi sínu,“

„Það eina sem hann vill er að bera gleði og ljós í heiminn og vera í kringum fólk sem vill hafa gaman,“ sagði Taylor-Johnson og bætti við „Maður vinnur með mörgum leikurum og eftir ákveðinn tíma fer maður að glósa hjá sér: „Ég ætla algjörlega ekki að vinna með þessum aftur.“ Brad er líka með svona lista: góðan lista og „skíta“ lista.“

Frá vinstri: Tyree Henry, Aaron Taylor-Johnson, David Leitch og Brad Pitt.