For­sætis­ráð­herra Bret­lands Boris John­son segir að öll þjóðin vilji óska þeim Harry og Meg­han her­toga­hjónum af Sus­sex alls hins besta þrátt fyrir að þau láti af opin­berum störfum sínum fyrir bresku konungs­fjöl­skylduna.

Þetta sagði for­sætis­ráð­herrann í stuttu sam­tali við blaða­menn í Ber­lín í dag eftir leið­toga­fund sem hann var við­staddur þar. John­son sagði að hann væri viss um að konungs­fjöl­skyldan og myndi finna far­sæla lausn fyrir Harry og Meg­han. „Ég held að öll þjóðin vilji óska þeim alls hins besta í fram­tíðinni,“ bætti hann svo við.


Greint var frá því í gær að her­toga­hjónin myndu missa konung­lega titla sína og hætta öllum störfum fyrir fjöl­skylduna. Faðir Meg­han tjáði sig um málið í dag gagn­rýndi dóttur sína harð­lega fyrir að vilja yfir­gefa konungs­fjöl­skylduna.

Drottningin tjáði sig þá um málið í gær þar sem hún sagðist skilja á­kvörðun hjónanna og styðja þau. „Harry, Meg­han og Archie munu alltaf vera elskuð af okkur og til­­heyra þessari fjöl­­skyldu,“ sagði hún.