Boris John­son og Carri­e Symonds til­kynntu í dag að þau hefðu eignast heil­brigðan strák snemma í morgun. Sam­kvæmt tals­manni þeirra heilsast bæði móður og barni vel. Sun greinir frá.

„Það gleður for­sætis­ráð­herrann og frú Symonds að til­kynna fæðingu heil­brigðs stráks á sjúkra­húsinu í London í morgun. Bæði móður og barni heilsast vel,“ að því er fram kemur í til­kynningu frá þeim.

Þá þökkuðu þau heil­brigðis­starfs­fólki inni­lega fyrir. Líkt og fram hefur komið hefur mætt mikið á fólki í heil­brigðis­geiranum út um heim allan en í Bret­landi hefur út­breiðsla kóróna­vírussins dregið rúm­lega 20 þúsund manns til dauða.